Login

usercockpit

VINÁTTUFÓTBOLTI

Alþjóðaáætlunin um barnasamstarf í VINÁTTUFÓTBOLTA (F4F) er innleitt af GAZPROM, opinbera FIFA aðilanum og 2018 FIFA World CupTM, sem hluti af alþjóðlegu samstarfi „GAZPROM fyrir börn.“

F4F-áætlunin miðar að því að efla fótbolta barna og unglinga með því að styðja íþróttir barna og unglinga og heilbrigðan lífsstíl, stuðla að umburðarlyndi og vináttu milli barna frá mismunandi löndum. Lykilgildi áætlunarinnar eru vinátta, jafnrétti, sanngirni, heilbrigði, friður, hollusta, sigur, hefðir og sæmd. Á hverju ári fær áætlunin vaxandi stuðning frá leiðandi alþjóðlegum og innlendum fjölmiðlum, borgaralegum samtökum, frægum leikurum og knattspyrnuhetjum.

Lykilatburður áætlunarinnar er alþjóðamálþing barna í VINÁTTUFÓTBOLTA þar sem saman koma hæfileikaríkir 12 ára knattspyrnumenn alls staðar að úr heiminum. Strákar og stelpur, þ.á.m. börn með sérþarfir sem eru fær um að spila fótbolta, eru virkjuð í eflingu lykilmanngilda. F4F-áætlunin bætir hlutverk sitt sem heimsmiðstöð við að kenna ungum sendifulltrúum að efla lykilmanngildi um allan heim þannig að raddir barna heyrist um heimsbyggðina.

Árið 2017 tóku ungir knattspyrnumenn frá 64 löndum Evrópu, Asíu, Afríku, Suður- og Norður Ameríku þátt í áætluninni – Alsír, Argentínu, Armeníu, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlandi, Bangladess, Belgíu, Bólivíu, Brasilíu, Búlgaríu, Kína, Króatíu, Tékklandi, Danmörku, Egyptalandi, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Gana, Grikklandi, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Indlandi, Íran, Írak, Japan, Kasakstan, Kirgistan, Lettlandi, Líbíu, Litháen, Makedóníu, Mexíkó, Mósambík, Noregi, Pakistan, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Rússlandi, Serbíu, Slóvakíu, Slóveníu, Suður-Kóreu, Suður-Afríku, Spáni, Sviss, Sýrlandi, Taívan, Tadsjikistan, Tansaníu, Hollandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Túrkmenistan, Úkraínu, Úrúgvæ, Úsbekistan, Venesúela, Víetnam.

Alls eru 64 ungir knattspyrnumenn sameinaðir af handahófi í átta blönduð alþjóðleg VINÁTTULIÐ á Opna mótinu sem tileinkað er opnun Fimmta keppnistímabils áætlunarinnar þann 16. mars. Opna mótið elur af sér Vináttuboðhlaup, þar sem 64 lönd eiga að skilgreina sína ungu sendifulltrúa.

Hið Fimmta (ártíð!) Alþjóðamálþing barna í VINÁTTUFÓTBOLTA verður haldið 26. júní – 3. júlí, 2017 í St. Pétursborg. Gestir málþingsins sjá þar sjálfir 8 blönduð alþjóðleg VINÁTTULIÐ sem keppa um fyrsta sæti innan Gazprom Alþjóðakeppninnar í VINÁTTUFÓTBOLTA 2017.

Fjallað er rækilega um alla atburði málþingsins í fjölmiðlum en málþingið nær til bæði atvinnublaðamanna sem eru fulltrúar helstu fjölmiðla frá þátttökulöndum og ungra blaðamanna sem fylgja knattspyrnumönnum síns lands. Sérstakri alþjóðamiðstöð blaðaútgáfu barna er komið á fót fyrir unga blaðamenn sem ná til allrar starfsemi áætlunarinnar innanlands og á alþjóðavísu.

Eftir málþingið fara allir þátttakendurnir á opna bikarmót FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins 2017.

Í áætluninni um VINÁTTUFÓTBOLTA frá 2014, er Alþjóðadegi knattspyrnu og vináttu fagnað árlega þann 25. apríl. Þennan dag halda öll þátttökulönd vinsamlega knattspyrnuleiki sem hefjast á því að skipst er á vináttuarmböndum, opinberu tákni áætlunarinnar, sem stendur fyrir umburðarlyndi, jafnrétti og heilbrigðan lífsstíl. Alþjóðadagur fótbolta og vináttu er studdur af frægu íþróttafólki, listamönnum, blaðamönnum og fulltrúum samtaka og stýrihópa.

Í F4F áætluninni er sérstök viðurkenning, Níu gilda bikarinn, veittur á Málþinginu. Bikarinn er veittur því faglega knattspyrnuliði sem best tileinkar sér gildin níu í F4F áætluninni með góðgerðarherferðum, félagslegu starfi og öðrum verkefnum sem ætlað er að vera til hagsbóta fyrir samfélagið. Níu gilda bikarinn er einstakur þar sem sigurvegarinn er valinn af börnum, sem öll eru þátttakendur í VINÁTTUFÓTBOLTA-áætluninni.

Saga áætlunarinnar

Fyrsta málþingið fór fram 25. maí, 2013 í Lundúnum og þar kom saman ungt íþróttafólk frá átta Evrópulöndum (Búlgaríu, Þýskalandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Rússlandi, Serbíu, Slóveníu og Bretlandi). Þátttakendur á málþinginu sömdu opið bréf þar sem mótuð voru lykilgildi áætlunarinnar: vinátta, jafnrétti, sanngirni, heilbrigði, friður, hollusta, sigur og hefðir. Bréfið var undirritað af fulltrúum allra landanna og alþjóðlegum sendifulltrúa áætlunarinnar, Franz Beckenbauer og var að því næst sent til yfirmanna alþjóðlegu íþróttasambandanna.

Annað málþingið varð tvöfalt stærra en það fyrsta, og þar mættust ungir knattspyrnumenn frá 16 löndum: Hvíta-Rússlandi, Búlgaríu, Króatíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Portúgal, Rússlandi, Serbíu, Slóveníu, Tyrklandi, Úkraínu og Bretlandi. Málþingið fór fram 23. - 25. maí, 2014 í Lissabon og leiddi til kosningar leiðtoga alþjóðahreyfingarinnar fyrir VINÁTTUFÓTBOLTA. Í kjölfar atkvæðagreiðslu sem náði til alls íþróttafólks sem boðið var á málþingið, varð Filipe Soares frá Portúgal leiðtogi hreyfingarinnar og helsti hvatamaður lykilgilda áætlunarinnar í eitt ár.

Málþingið hýsti einnig fyrsta alþjóðaknattspyrnumótið fyrir almenning. Benfica frá Portúgal vann knattspyrnumótið, serbneska liðið Crvena Zvezda hlaut annað sætið, og rússneska landsliðið náði því þriðja.

Árið var 2015 haldið Þriðja alþjóðamálþing barna í VINÁTTUFÓTBOLTA í Berlín 4. - 7. júní og boðnir velkomnir fulltrúar frá 24 löndum allsstaðar að úr Evrópu og Asíu: Austurríki, Hvíta-Rússlandi, Belgíu, Búlgaríu, Kína, Króatíu, Tékklandi, Frakklandi, Japan, Þýskalandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Kasakstan, Hollandi, Póllandi, Rússlandi, Serbíu, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Sviss, Tyrklandi, Úkraínu, og Bretlandi. Aðild asísku landanna leiddi til þess að nýju lykilgildi fyrir F4F-áætlunina var bætt við listann – sæmd.

Á málþinginu í Berlín var í fyrsta skipti veitt sérstök viðurkenning – Níu gilda bikarinn F4F – og hlaut FC Barcelona hann. Börn sem kusu FC Barcelona tilgreindu frumkvæði liðsins í að styðja og efla fótbolta barna og unglinga sem og að styðja unga knattspyrnumenn frá þróunarlöndum.

Fjórða alþjóðamálþing barna í VINÁTTUFÓTBOLTA fór fram 26. - 29.maí, 2016 í Mílanó. Gestir málþingsins kepptu í alþjóðaknattspyrnumóti fyrir almenning við lið frá 32 þátttökulöndum og fengu einnig tækifæri til að eiga samskipti við félaga sína frá öðrum löndum og heimsfrægar knattspyrnuhetjur, þ.á.m. alþjóðlegan sendifulltrúa áætlunarinnar – Franz Beckenbauer. Á málþinginu í Mílanó var FC Bayern veittur Níu gilda bikarinn. Einnig fékk knattspyrnufélagið AL-WAHDA, sem var fulltrúi Sýrlands á fjórða tímabili F4F-áætlunarinnar, Níu gilda bikar árið 2016 fyrir tryggð ungra knattspyrnumanna við gildi F4F-áætlunarinnar. Verðlaunaathöfnin fór fram í Damaskus, Sýrlandi, á opinni sýningu heimildarmyndarinnar „Þrír dagar án stríðs“ sem tileinkuð er þátttöku sýrlenska liðsins í F4F-áætluninni.

GLOBAL MEDIA PARTNER

GENERAL MEDIA PARTNER

SPECIAL LANGUAGE PARTNER

Local Media Partner

This website uses cookies to enhance usage, for web analysis, advertising purposes and to integrate social media. You hereby give consent for this website or third-party suppliers to place cookies on your device. For more information please see our privacy policy