Login

usercockpit

Fimmta kepnistímabil Alþjóðlega Gazprom verkefnisins um Vináttufótbolta barna hafið

03/16/2017, Hamborg, Þýskaland. Núna hefur Gazprom, opinberi FIFA aðilinn og 2018 FIFA heimsbikarinn, tilkynnt opnun fimmta tímabils Alþjóðlega félagsverkefnisins um Vináttufótbolta barna. Viðburðurinn fer fram í Sankti Pétursborg, Rússlandi, frá 26. júní 26 til 3. júlí.

Landfræðilegt umfang verkefnisins jókst verulega árið 2017, þegar fjöldi þátttökulanda tvöfaldaðist frá 32 til 64. Á þessu ári fer fram fyrsti Vináttufótboltaleikur Mexíkó og Bandaríkjanna. Verkefnið hefur þannig tengt unga knattspyrnumenn frá fjórum heimsálfum: Afríku, Evrasíu, og Suður- og Norður-Ameríku.

Fimmta keppnistímabil verður með nýju sniði. Í stað þess að vera fulltrúar knattspyrnuliða frá mismunandi löndum, verður ungum leikmönnum skipt í átta alþjóðleg Vináttulið.

Samsetning liðsins og hlutverk þátttakenda í leiknum voru ákveðin í dag með útdrætti. Val á einstökum leikmönnum mun fara fram í Vináttuboðhlaupinu. Alþjóðaleg stýrinefndin fyrir Vináttufótbolta mun sameina krafta sína knattspyrnusamböndum í hverju landi við val á ungum íþróttamönnum í keppnina 2017. Átta manna lið munu samstanda af strákum og stelpum á aldrinum 12 til 14, að meðtöldum þeim sem eru fötluð.

Framkvæmd útdráttarins var með ráðstefnu á netinu. Þeir sem tóku þátt í athöfninni voru ungir knattspyrnuþjálfar úr Vináttuliðum: Mikhail Babich (16, Rússlandi), Rene Lampert (15, Slóveníu), Stefan Maksimovic (15, Serbíu), Felipe Soares (17, Portúgal), Charlie Sui (12, Kína), Elvira Herzog (16, Sviss), Igor Gritsyuk (14, Úkraínu), og Brandon Shabani (15, Bretlandi), ásamt fulltrúa frá Alþjóðalegu blaðaútgáfu Vináttufótboltans, Lilia Matsumoto (15, Japan).

„Ég tók þátt í keppnistímabilinu 2016 sem leikmaður. Ég tel mig ákaflega heppinn, þar sem verkefnið veitir öllum ungu sendfulltrúunum ný tækifæri. Ef ég væri 12 ára, myndi ég gera allt það sem þarf til að spila á nýja keppnistímabilinu og sparka fótboltann með öðrum krökkum!” sagði Rene Lampert, reglulegur leikmaður yngri deildar liðs Maribor knattspyrnufélagsins.

Þann 25. apríl munu tugir þúsunda barna og fullorðinna sameinast í verkefninu til að fagna Alþjóðalegum knattspyrnu- og vináttudegi. Hver þeirra verður með Vináttuarmband, opinbert tákn of Vináttufótbolta, með bláum og grænum samþættum þráðum til tákns um jafnrétti og heilbrigt líf.

Þann 1. júlí mun Sankti Pétursborg hýsa Alþjóðalega Vináttufótbolta keppnismótið og leiða saman leikmenn af mismunandi þjóðerni, kyni og líkamsburðum.

Þann 2. júlí verður Fimmta alþjóðalega málþing barna í Vináttufótbolta, þar sem ungmennum gefst færi á að ræða við fræga knattspyrnu- og blaðamenn um hvernig eigi að efla gildi verkefnisins um víðan heim.

Fimmta keppnistímabili Vináttufótbolta verkefnisins lýkur með heimsókn á úrslit 2017 Bikarleiks FIFA samtakanna á Zenit Arena leikvanginum.

Að venju mun Alþjóðaleg blaðútgáfumiðstöð barna starfa allt keppnistímabilið. Ungir blaðamenn munu fjalla um lykilviðburði til jafns við fullorðna fréttaritara.

„Gazprom sinnir hnattrænum verkefnum sem horfa til framtíðar, og F4F verkefnið samræmist vel því markmiði. Á einungis fjórum árum hefur fjöldi þátttökulanda áttfaldast. Á þessu ári mun Sankti Pétursborg taka á móti ungum knattspyrnumönnum frá allt að fjórum heimsálfum. Þetta þýðir að gildi félagsverkefna okkar skipta máli og eiga við börn og unglinga um gjörvallan heim“, sagði Alexey Miller, formaður Gazprom stýrinefndarinnar.

 

Frumkvæði Gazprom mun ljá börnum um allan heim rödd og við staðfestum af heilum hug markmið og lykilgildi F4F verkefnisins. Okkur er mikil ánægja að styðja frumkvæði F4F stýrinefndarinnar þangað til kemur að FIFA heimsbikarnum 2018,” sagði Philippe Le Floc’h, aðalviðskiptafulltrúi FIFA.

Bakgrunnur

Alþjóðlega félagsverkefnið í Vináttufótbolta barna er skipulagt af Gazprom innan ramma Gazprom barnaætlunarinnar. Verkefninu er ætlað að þróa fótbolta æskufólks og hlúa að þolinmæði og virðingu gagnvart mismunandi menningu og þjóðerni meðal barna alls staðar að í heiminum. Lykilgildin sem studd eru af þátttakendum verkefnisins eru m.a. vinátta, jafnrétti, sanngirni, heilbrigði, friður, tryggð, sigur, hefðir, og heiður.

Árlega Alþjóðlega málþingið fyrir Vináttufótbolta barna er mjög mikilvægur viðburður, þar sem saman koma ungir knattspyrnumenn frá mismunandi löndum sem ræða eflingu lykilgilda á heimsvísu við atvinnufjölmiðlafólk og fræga knattspyrnuleikmenn.

Vináttufótboltaverkefninu fylgja sérstök verðlaun: Níugilda-bikarinn sem er einstakur verðlaunagripur sem veittur er árlega atvinnuknattspyrnufélagi sem innleitt hefur félagshvata byggðum á gildum verkefnisins. Sigurvegarinn er valinn af ungum sendifulltrúum Vináttufótboltans í atkvæðagreiðslu sem haldin er með atkvæðagreiðslu í öllum löndunum sem taka þátt í verkefninu.

Þúsundir þátttakenda fara í Vináttufótbolta á hverju ári. Frá því að verkefnið var innleitt hefur landfræðilegt umfang þess aukist verulega frá 8 löndum árið 2013 í 64 árið 2017. Hundruðir ungra íþróttamanna verða sendifulltrúar fyrir Vináttufótbolta-hreyfinguna og gildi hreyfingarinnar í viðkomandi löndum. Vináttuarmband, opinbert tákn of Vináttufótbolta, er borið af 400.000 manns um allan heim, að meðtöldum börnum, fullorðnum, velþekktum íþróttamönnum og blaðamönnum, sviðslistamönnum, stjórnmálamönnum, og þjóðhöfðingjum.

Árið 2017 nær verkefnið til eftirfarandi þátttökulanda: Alsír, Argentínu, Armeníu, Austurríkis, Aserbaídsjan, Bangladess, Hvíta-Rússlands, Belgíu, Bólivíu, Brasilíu, Búlgaríu, Kína, Króatíu, Tékklands, Danmerkur, Egyptalands, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Gana, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Indlands, Írans, Íraks, Ítalíu, Japans, Kasakstans, Kirgistans, Lettlands, Líbíu, Litháen, Makedóníu, Mexíkó, Mósambík, Hollands, Noregs, Pakistans, Póllands, Portúgals, Rúmeníu, Rússlands, Serbíu, Singapúr, Slóvakíu, Slóveníu, Suður-Afríku, Suður-Kóreu, Spánar, Sviss, Sýrlands, Tadsjikistan, Tansaníu, Tyrklands, Túrkmenistans, Úkraínu, Úrúgvæ, Bretlands, Bandaríkjanna, Úsbekistans, Venesúela, og Víetnams.

 

Gazprom er alþjóðlegt orkufyrirtæki sem einbeitir sér að jarðfræðilegri könnun, framleiðslu, flutningi, birgðageymslu, meðhöndlun og sölu jarðgass (m.a. sem NGV eldsneytis), jarðgasþykknis og olíu sem og framleiðslu og dreifingu varma og raforku. Fyrirtækið starfar í Rússlandi, Afríku, Mið-Austurlöndum, Evrópu, og Rómönsku Ameríku, sem og í Mið-, Suður- og Suðvestur-Asíu.

Gazprom er stærsta fyrirtæki landsins hvað varðar birgðir náttúrlegs jarðefnaeldneytis og framleiðsluafköst, með jarðgasi sem er flutt til neytenda í Rússlandi og yfir 30 öðrum löndum. Fyrirtækið er meðal fjögurra stærstu olíuframleiðenda Rússlands og er með mestu framleiðslugetu fyrir varmaorku í landinu. Gazprom er einnig leiðandi fyrirtæki í varmaorkumarkaðinum á heimsvísu.

Auk þess að rækta virka viðskiptaþróunaraðferð, fylgist Gazprom afar vel með félagsverkefnunum. Fyrirtækið styður fjölda íþróttahreyfinga og viðburða á innanlendum og alþjóðalegum mælikvaðra.

 

Til baka

GLOBAL MEDIA PARTNER

GENERAL MEDIA PARTNER

SPECIAL LANGUAGE PARTNER

Local Media Partner

This website uses cookies to enhance usage, for web analysis, advertising purposes and to integrate social media. You hereby give consent for this website or third-party suppliers to place cookies on your device. For more information please see our privacy policy