Login

usercockpit

Trú á grundvallarmanngildi hefur sameinað þúsundir manns um allan heim

25. apríl 2017. Í dag hófust dagskrár til stuðnings friði, vináttu, jafnrétti og heilbrigðum lífsháttum, sem tileinkaðir eru alþjóðlegum degi fótbolta og vináttu í Evrópu, Asíu, Afríku, Norður- og Suður-Ameríku. Tugþúsundir barna og fullorðinna taka þátt í vináttuleikjum, opnum æfingum, skyndimúgssamkomum, maraþonatburðum og íþróttaviðburðum. Þátttakendur um allan heim njóta stuðning kunnra knattspyrnumanna, þjálfara, sjónvarpfólks og listamanna.

Fyrsta alþjóðlega vináttudegi knattspyrnu var lýst yfir árið 2014 af ungum sendiherrum alþjóðlegs barnaverkefnis VINÁTTUKNATTSPYRNU, sem naut stuðnings Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA og Knattspyrnasambands Evrópu, UEFA. Á þessum degi munu allir sem deila þessum áríðandi gildum, s.s. jafnrétti, virðingu fyrir öðrum menningum og friðsamlegri tilveru, binda bláa og græna vináttuarmbandið á úlnlið sinn. Blái hluti armbandsins er táknrænn fyrir friðsælan himinn og græni hlutinn táknar knattspyrnuvöllinn, sem allir hafa aðgang að.

Vináttuarmband þessa árs er notað af Hugo Tinelli, helsta sjónvarpsframleiðanda Argentínu, Xu Li, aðalritstjóra fréttastofu Kína, Dimos Piros, sem er þrefaldur Ólympíumeistari frá Grikklandi, Miodrag Bozhevich, hinum fræga serbneska þjálfara og Kevin Bloom, FIFA-dómaranum frá Hollandi.

Frægir knattspyrnumenn sem tóku þátt í dagskrárliðum voru m.a. serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovich og rússneski markmaðurinn Yuri Lodygin frá FC Zenit (St. Pétursborg, Rússlandi) auk hollenska framlínumannsins Dirk Kuyt frá FC Feyenoord (Rotterdam, Hollandi). Þátttakandi í Aþenuborg á Grikklandi var sigurvegari í liði Grikkja á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2004, Theodoras Zagarakis sem er nú þingmaður á Evrópuþinginu fyrir Grikki.

„Það er áríðandi að það líði að þessum degi þegar fólk um allan heim þarf að staðfesta skuldbindingar sínar við grundvallaratriðin um jafnrétti og virðingu við aðra. VINÁTTUFÓTBOLTINN veitir þetta tækifæri og kennir fólki í gegnum yngri kynslóðirnar að skuldbinda sig með friði og vináttu á tillits til kynja, aldurs og líkamlegrar getu. Það er frábær tilfinning að vera útnefndur rekstraraðili VINÁTTUFÓTBOLTA 2017, í Pakistan og ég vona að í framtíðinni getum við einnig komið með þennan vettvang til okkar heimalands og boðið börnum allsstaðar að úr heiminum til Pakistan,” - Tilfinningum deilt, Fahad Khan, Knattspyrnusambandi Pakistan.

Forsaga

Alþjóðaverkefnið VINÁTTUFÓTBOLTI (F4F) barna var komið á af Gazprom árið 2013. Þetta samfélagsverkefni sameinar börn frá ólíkum þjóðum af mismunandi kynjum og með mismunandi líkamlega getu. Vinátta, friður og jafnrétti eru grundvallargildi sem lögð er áhersla á af þátttakendum VINÁTTUFÓTBOLTANS. Markmið verkefnisins er að þróa barnaknattspyrnu, hlúa að umburðarlyndi og virðingu fyrir ólíkum menningum og þjóðernum barna frá ólíkum löndum. Lykilgildin sem þátttakendur styðja eru vinátta, jafnrétti, réttlæti, heilbrigði, friður, hollusta, sigur, hefðir og sæmd.

Alþjóðlegur dagur fótbolta og vináttu er haldinn í heiðri í meira en 60 löndum um allan heim, þ.m.t. Rússlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Kína, Þýskalandi, Frakklandi, Alsír, Sýrlandi, Írak, Japan og öðrum löndum. Meira en 400 þúsund manns tóku þátt í dagskrám hátíða af þessu tilefni.

Hundruð leikmanna tóku þátt í alþjóðadegi fótbolta og vináttu á mismunandi árum, þ.m.t. goðsögnin úr heimsfótboltanum, Franz Beckenbauer (Þýskalandi), einn besti framlínumaður sögunnar í afríska boltanum, Didier Drogba (Fílabeinsströndinni), hinn frægi varnarmaður Real Madríd, Michel Solgado (Spáni), fyrrum leikmaður Arsenal í London Andrey Arshavin (Rússlandi), fyrrum fyrirliði landsliðs Portúgal Vitor Bahia og aðrar stjörnur úr heimi knattspyrnunnar.

Til baka

GLOBAL MEDIA PARTNER

GENERAL MEDIA PARTNER

SPECIAL LANGUAGE PARTNER

Local Media Partner

This website uses cookies to enhance usage, for web analysis, advertising purposes and to integrate social media. You hereby give consent for this website or third-party suppliers to place cookies on your device. For more information please see our privacy policy