Login

usercockpit

Börn frá 64 löndum spiluðu Vináttufótbolta 

St. Pétursborg, 1. júlí 2017 Knattspyrnumót Vináttufótboltans er nú afstaðið í St. Pétursborg en það var haldið sem hluti af 5. tímabili Vináttufótboltans (e. Football for Friendship), alþjóðlegs félagslegs verkefnis fyrir börn á vegum rússneska fyrirtækisins Gazprom PJSC.

Á mótinu komu ungir knattspyrnumenn saman sem fulltrúar 64 landa og mynduðu lið sem skiptust eftir sérstökum litum keppninnar. Tólf ára strákar og stelpur mynduðu 8 alþjóðleg vináttulið og ungir dómarar úr röðum fyrri þátttakenda voru fengnir til að dæma leikina.

Á dögunum 27.-29. júní dvöldu hinir ungu knattspyrnumenn í „vináttubúðum“ mótsins (e. Friendship Camp) og hlutu þjálfun undir handleiðslu ungra þjálfara og þekktra knattspyrnumanna, sem veittu leiðsögn í að byggja upp tengsl milli leikmanna á vellinum, þróa leikkerfi og byggja upp liðsanda.

Hinn 1. júlí mættust lið 5. tímabils Vináttufótboltans á grasvöllunum og sýndu með fordæmi sínu að vinátta og samvinna eru óháð kyni, líkamlegri getu og kynþáttum.

„Mér finnst alltaf frábært að koma á þennan viðburð. Í fyrsta skiptið kom ég sem leikmaður, en í þetta sinn gegni ég hlutverki ungþjálfara. Þetta nýja hlutverk er ansi krefjandi, vegna þess að ég verð að setja öðrum fordæmi og leiða allan hópinn. Ég er viss um að ég á eftir að starfa á íþróttasviðinu, sennilega sem þjálfari, en sem stendur er draumurinn að verða atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Emeke Hansen, 16 ára stúlka frá Hollandi, sem er eini kvenkyns ungþjálfarinn í ár. 

Áður en stálin mættust stinn undir slagorði manngilda dró Vladimir Busygin í riðla, en hann er aðalþjálfari hjólastólarúbbíliðsins í St. Pétursborg.

 „Keppni af þessu tagi er fullkomið tækifæri fyrir börn til að sýna virðingu fyrir mikilvægum manngildum og stuðla að breyttri og betri heimssýn fullorðinna. Þegar ég horfi yfir hópinn man ég hvernig ég var sjálfur, hversu mikla ástríðu krakkar hafa fyrir fótbolta og hvernig það færir okkur saman,“ sagði Vladimir Busygin.

Eftir riðladrátt fyrsta móts Vináttufótboltans sem haldið var í ólympísku kerfi lék gula vináttuliðið á móti ljósbláa vináttuliðinu og rauða liðið á móti appelsínugula liðinu.

Hvíta liðið lék á móti græna liðinu og krakkarnir í fjólubláu búningunum á móti liðinu í dökkbláu treyjunum. Eftir stutt hlé fóru fram undanúrslitaleikir og var úrslitaviðureignin háð milli appelsínugulra og fjólublárra. Sérstök einkunnarorð leiksins voru vinátta og jafnræði. Úrslitin urðu 4:3 appelsínugula liðinu í vil og tókust leikmenn í hendur sem vinir eftir að flautað var til leiksloka.

Knattspyrnumót Vináttufótboltans er nú afstaðið í St. Pétursborg, en það var haldið sem hluti af 5. tímabili Vináttufótboltans, alþjóðlegs félagslegs verkefnis fyrir börn á vegum Gazprom PJSC. Fyrirliðar liðanna afhentu hver öðrum verðlaunapeninga, viðurkenningarskírteini og sérstök verðlaun frá Knattspyrnusambandi Rússlands.

„Það er gaman að sjá þetta unga og efnilega fólk hvaðanæva að úr heiminum. Á knattspyrnumóti Vináttufótboltans tókst íþróttafólki frá mismunandi löndum að mynda alvöru lið á þremur dögum. Krakkarnir börðust til sigurs eins og ljón og ég tel þau eiga bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði varaformaður Knattspyrnusambands Rússlands og formaður rússnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Sergey Pryadkin.

Þeir ungu knattspyrnumenn sem tóku ekki þátt í úrslitaleiknum léku nokkra vináttuleiki til stuðnings við gildi Vináttufótboltans. Meira en 1000 manns mættu til að hvetja hina ungu leikmenn til dáða, þar á meðal frægir knattspyrnumenn eins og Aleksandr Kerzhakov, sem er rússneskur fulltrúi verkefnisins og einn besti sóknarmaður í sögu rússneska karlalandsliðsins, og Stanislav Cherchesov, aðalþjálfari rússneska karlalandsliðsins. Yfir 200 fréttamenn frá helstu íþróttafréttamiðlum heims og fulltrúar knattspyrnusambanda víða um veröld mættu einnig á viðburðinn.

Til baka

GLOBAL MEDIA PARTNER

GENERAL MEDIA PARTNER

SPECIAL LANGUAGE PARTNER

Local Media Partner

This website uses cookies to enhance usage, for web analysis, advertising purposes and to integrate social media. You hereby give consent for this website or third-party suppliers to place cookies on your device. For more information please see our privacy policy