Login

usercockpit

UNGMENNI FRÁ 64 LÖNDUM MÆTTU Á ALÞJÓÐAMÁLÞING BARNA Á VEGUM VINÁTTUFÓTBOLTA GAZPROM ÁRIÐ 2017

St. Pétursborg, Rússlandi, 3. júlí 2017.Alþjóðamálþing barna á vegum Vináttufótbolta Gazprom, sem er opinber samstarfsaðili FIFA, og heimsmeistaramóts FIFA árið 2018 er nú afstaðið, en í ár var það haldið í St. Pétursborg. Á atburðinn mættu yfir 1.000 gestir frá yfir 64 löndum hvaðanæva úr heiminum. Á meðal þátttakenda voru knattspyrnumenn af báðum kynjum og ýmsum þjóðernisuppruna, fatlaðir sem ófatlaðir, fréttamenn frá heimsþekktum fjölmiðlum, fótboltastjörnur, fatlaðir og ófatlaðir ólympíumeistarar, FIFA-goðsagnir, háttsettir stjórnendur FIFA, Rússneska ólympíunefndin, alþjóðlegir góðgerðasjóðir og formenn knattspyrnusambanda. Megingildi verkefnisins, sem gestirnir styðja með ráðum og dáð, eru friður, jafnrétti og heilbrigður lífstíll.

Þetta fimmta tímabil Vináttufótboltans fór fram með nýju sniði, en þátttakendur frá Evrópu, Asíu, Afríku og Suður- og Norður-Ameríku mættu til leiks. Dregið var í riðla í upphafi tímabilsins og var ungum leikmönnum frá ýmsum löndum skipað í átta vináttulið sem mættust í St. Pétursborg á alþjóðamóti Vináttufótbolta Gazprom 2017.

Í ár var í fyrsta sinn haldið sérstakt vináttuboðhlaup (e. Friendship Relay). Um er að ræða leið til að velja unga leikmenn og unga fréttamenn í hverju landi til þátttöku. Úrslitin og nöfn þátttakendanna voru tilkynnt 25. apríl á alþjóðadegi knattspyrnu og vináttu, en þúsundir barna og fullorðinna tóku þátt í þeim viðburði og hnýttu sérstök „vináttuarmbönd“, sem eru opinbert tákn hátíðarinnar.

Á þessu fimmta tímabili Vináttufótboltans kom Gazprom á laggirnar alþjóðamálþingi barna, en ungir fréttamenn fluttu þaðan fréttir af viðburðum til heimalanda sinna með því að vinna fréttaefni fyrir alþjóðlega íþróttafréttamiðla. Krakkarnir tóku þátt í undirbúningi efnis fyrir alþjóðlega sjónvarpsstöð Vináttufótboltans, alþjóðlegt dagblað fyrir krakka, útvarpsstöðvar og samfélagsmiðla. Efnið var unnið á 43 tungumálum. Um 2.000 fréttamenn um heim allan fjölluðu um lokaviðburði fimmta tímabils þessa alþjóðlega verkefnis í þágu barna, Vináttufótbolta Gazprom.

Í byrjun lokaviðburða Vináttufótboltans tóku börn og fullorðnir hvaðanæva úr heiminum þátt í þriggja daga „vináttubúðum“, en í þeim var m.a. boðið upp á þjálfun undir handleiðslu ungra þjálfara, „master class“-námskeið með frægum knattspyrnumönnum, þroskandi leiki í Skóla hinna níu gilda og „ólympískar“ kennslustundir þar sem m.a. stjórnendur og fulltrúar Rússnesku ólympíunefndarinnar fluttu erindi.

Eins og hefð er fyrir fjölmenntu allir þátttakendur Vináttufótboltans með hinum nýju vinum sínum sem áhorfendur á knattspyrnuleik. Í ár gafst þeim tækifæri til að hvetja karlalandslið Síle og Þýskalands til dáða í úrslitaleik Álfukeppni FIFA, sem fram fór á nýjum leikvangi í St. Pétursborg.

„Við settum á laggirnar verkefni þar sem ungir knattspyrnumenn gegna lykilhlutverki, en það hefur verið ákveðinn stökkpallur fyrir marga íþróttamenn, fjölmiðlamenn og borgaraleg samtök. Í ár var sett nýtt met með þátttöku alls 64 landa. Þetta veitir börnum um allan heim tækifæri til að vinna að jafnrétti og friði sem verðugir fulltrúar Vináttufótboltans,“ sagði Victor Zubkov, stjórnarformaður Gazprom.

„Það er okkur ánægja að styðja við þetta einstaka verkefni Gazprom, sem er samstarfsaðili FIFA. Málþingið er fullkomið dæmi um það hvernig nýta má fótbolta til að opna dyr fyrir stráka og stelpur með mismunandi bakgrunn, en FIFA styður það markmið með virkum hætti,“ sagði Fatma Samoura, framkvæmdastjóri FIFA.

Bakgrunnur

Vináttufótbolti (e. Football for Friendship eða F4F) er alþjóðlegt félagslegt verkefni fyrir börn á vegum Gazprom sem hófst árið 2013. Markmið verkefnisins er að efla knattspyrnu ungmenna ásamt því að stuðla að umburðarlyndi og virðingu gagnvart mismunandi menningarheimum og þjóðernum meðal barna um allan heim. Á meðal lykilgilda verkefnisins eru vinátta, jafnrétti, sanngirni, heilbrigði, friður, tryggð, árangur, hefðir og heiður.

Árlegt alþjóðamálþing barna er mikilvægasti viðburður Vináttufótboltans, en á málþinginu gefst ungum knattspyrnumönnum frá ýmsum löndum tækifæri til að ræða við fjölmiðlamenn og þekkta knattspyrnumenn um hvernig hlúa megi að lykilgildum verkefnisins.

Í Vináttufótboltanum eru veitt sérstök verðlaun sem nefnast Níu gilda bikarinn, en hann er árlega veittur atvinnuknattspyrnufélagi fyrir félagsstarf sem byggir á gildum Vináttufótboltans. Sigurvegarinn er kosinn af ungum fulltrúum Vináttufótboltans með atkvæðagreiðslu sem haldin er í öllum þátttökulöndum verkefnisins

Þúsundir þátttakenda bætast í Vináttufótboltann á ári hverju. Frá því að verkefnið hóf göngu sína hefur fjöldi þátttökulanda vaxið frá 8 árið 2013 til 64 árið 2017. Hundruð ungra íþróttamanna verða fulltrúar Vináttufótboltahreyfingarinnar og gilda hennar í löndum sínum. Yfir 400.000 krakkar og fullorðnir ganga með vináttuarmbandið, sem er opinbert tákn Vináttufótboltans, þar á meðal börn, fullorðnir, þekktir íþróttamenn og fréttamenn, listamenn, stjórnmálamenn og þjóðhöfðingjar.

Árið 2017 eru þátttökulönd verkefnisins eftirfarandi: Alsír, Argentína, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Bangladess, Hvíta-Rússland, Belgía, Bólivía, Brasilía, Búlgaría, Kína, Króatía, Tékkland, Danmörk, Egyptaland, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Gana, Grikkland, Indland, Íran, Írak, Ítalía, Japan, Kasakstan, Kirgisistan, Lettland, Líbýa, Litháen, Makedónía, Mexíkó, Mósambík, Holland, Noregur, Pakistan, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Serbía, Singapúr, Slóvakía, Slóvenía, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Spánn, Sviss, Sýrland, Tadsjikistan, Tansanía, Tyrkland, Túrkmenistan, Úkraína, Úrúgvæ, Bretland, Bandaríkin, Úsbekistan, Venesúela og Víetnam.

Fimmta tímabil verkefnisins fór fram með nýju sniði. Í stað þess að leika fyrir knattspyrnufélög frá mismunandi löndum var leikmönnunum skipað í átta alþjóðleg vináttulið. Átta leikmanna lið voru skipuð 12 ára drengjum og stúlkum, þar á meðal krökkum með fötlun. Alþjóðanefnd Vináttufótboltans vann með knattspyrnusamböndum í hverju landi að vali leikmannanna (eins fulltrúa frá hverju landi).

Til baka

GLOBAL MEDIA PARTNER

GENERAL MEDIA PARTNER

SPECIAL LANGUAGE PARTNER

Local Media Partner

This website uses cookies to enhance usage, for web analysis, advertising purposes and to integrate social media. You hereby give consent for this website or third-party suppliers to place cookies on your device. For more information please see our privacy policy