Login

usercockpit

Níu gilda bikar F4F

Níu gilda bikar VINÁTTUFÓTBOLTANS er sérstök viðurkenning VINÁTTUFÓTBOLTA-áætlunarinnar sem er árlega veitt af alþjóðamálþingi barna í VINÁTTUFÓTBOLTA (F4F) til alþjóðlegs knattspyrnufélags fullorðinna.

Níu gilda bikar F4F er viðurkenning til knattspyrnufélags sem best tileinkar sér öll gildi F4F áætlunarinnar: Vináttu, jafnrétti, sanngirni, heilbrigði, frið, hollustu, sigur, hefðir og sæmd.

Knattspyrnufélagið sem fær viðurkenninguna er valið í þremur áföngum, m. a. með gerð úrslitalista í alþjóðlegri kosningu um knattspyrnufélög með öflugt félagsstarf. En sigurliðið er síðan valið af þátttakendum F4F-áætlunarinnar, en þeir gegna hlutverki sem ungir sendifulltrúar fyrir gildi áætlunarinnar. Allir þátttakendurnir greiða því félagi atkvæði sem þeir telja að hafi náð mestum árangri bæði í íþróttum og góðum verkum.

Þetta félag er meira en bara gott fótboltalið, það er fordæmi sem ungir leikmenn vilja fylgja. Í raun velja börnin þá fullorðnu einstaklinga sem samsvara þeirra hugmynd um það hvernig þau vilja vera þegar þau eru orðin stór. Viðurkenningin táknar sýn barnanna á dyggðir og veitir öflug skilaboð til að hvetja fagfélög til að halda áfram að innleiða félagsstarf, veita stuðning og hjálpa fólki.

Árið 2015 var Níu gilda bikarinn sérstaklega steyptur af hinum þekkta þýska myndhöggvara, Achim Ripperger, í fyrsta sinn fyrir VINÁTTUFÓTBOLTA-áætlunina, en bikarinn er afar sérstakt listaverk.

Höggmyndin sýnir ungan knattspyrnumann sem heldur á jörðinni í höndum sínum, en hún í lögun fótbolta. Það er táknrænt fyrir framtíðina, sem er í höndunum á næstu kynslóð og er einnig háð gildunum sem sú kynslóð hefur trú á og styður.

Fyrsti Níu gilda bikarinn var veittur FC Barcelona í Berlín á Þriðja F4F alþjóðamálþinginu. Börn sem kusu félagið tilgreindu frumkvæði liðsins í að styðja og efla fótbolta barna og unglinga sem og aðstoð við unga fótboltamenn frá þróunarlöndum. Viðurkenningin var veitt af ungum þátttakendum F4F alþjóðaþings barna til Ramon Pont, varaforseta FC Barcelona stofnunarinnar.

Árið 2016 skapaði Achim Ripperger annan Níugilda-bikar, einnig sem heila afsteypu, sem veitt var á fjórða F4F Alþjóðamálþingi barna í Mílanó til FC Bayern. Forseti Bayern München Franz Beckenbauer hlaut Níu gilda bikarinn.

Einnig árið 2016 fékk, FC AL-WAHDA sem var fulltrúi Sýrlands á fjórða knattspyrnutímabili F4F-áætlunarinnar, Níu gilda bikarinn, fyrir tryggð ungra knattspyrnumanna við gildi F4F-áætlunarinnar. Verðlaunaathöfnin fór fram í Damaskus á Sýrlandi, við opna sýningu heimildarmyndarinnar „3 dagar án stríðs“ sem tileinkuð var þátttöku sýrlenska liðsins í F4F-áætluninni.

Á árinu 2017 munu ungir sendifulltrúar velja þrjá í úrslit fyrir Níu gilda bikarinn. Tilkynnt verður um sigurvegarana á fimmta F4F alþjóðamálþingi barna. 

GLOBAL MEDIA PARTNER

GENERAL MEDIA PARTNER

SPECIAL LANGUAGE PARTNER

Local Media Partner

This website uses cookies to enhance usage, for web analysis, advertising purposes and to integrate social media. You hereby give consent for this website or third-party suppliers to place cookies on your device. For more information please see our privacy policy