Login

usercockpit

Þátttakendur í VINÁTTUFÓTBOLTA deila reynslu sinni

„VINÁTTUFÓTBOLTI er frábært átak fyrir okkur börnin. Geta þessa hóps til að sýna og leika góða knattspyrnu er oft vanmetin en við þjálfum mjög stíft og reynum að vera betri leikmenn og bestu fulltrúar okkar lands. Ég er mjög stoltur að hafa verið valinn og get ekki beðið eftir að leika við bestu flokka jafnaldra minna og vonandi færa Algeríu heim bikarinn”.

Lotfi Madjer, 14 ára, Algeirsborg, Algeríu

Algería, 2016

 

 

„Að vera fulltrúi Boca í svo mikilvægu móti er hverjum knattspyrnumanni heiður. Það verður stórkostleg reynsla að þekkja nýja vini alls staðar að í heiminum”.

Alexis Gonzalez, 14 ára, Búenos Aíres, Argentínu

Argentína, 2016

 

 

„Ég er ánægður að hafa tækifæri til að hitta félaga mína og að keppa við þá á knattspyrnuvelli. Þegar ég verð eldri mun ég mæta þeim í landsliðsleikjum og við munum sameiginlega rifja upp VINÁTTUFÓTBOLTA mótið”.

Martirosyan Ruben, 14 ára, Jerevan, Armeníu

Armenía, 2016

 

 

„VINÁTTUFÓTBOLTA verkefnið er einstakt tækifæri til að hitta sögufrægt fólk. Mér finnst mjög áhugavert að vita að heimsfræga knattspyrnustjarnan Franz Beckenbauer mun verða með okkur á Málþinginu sem fulltrúi verkefnisins á heimsvísu. Og við munum fá tækifæri ekki einungis til að sjá hann, heldur einnig til að tala við hann!“

Andrey Potapenko, 14 ára, Borisov, Hvíta-Rússlandi.
Lissabon, 23. maí, 2014

 

 

„Fluminense FC er með eina af háþróuðustu aðferðunum á heimsvísu við þjálfun íþróttafólks: við vinnum að heildarmótun krakkanna okkar vegna þess að við teljum að betri einstaklingur verði betri leikmaður. F4F gildin eru samstillt við Fluminense FC og það verður heiður vera fulltrúi fyrir Brasilíu á þessu móti sem er svo mikilvægt fyrir knattspyrnu og fyrir börn um allan heim.“

Thiago Macedo, Fluminense FC þjálfari, Ríó de Janeiro, Brasilíu

Brasilía, 2016

 


„Ferðin var mjög árangursrík fyrir börnin: þau hittu jafningja úr ólíkum menningarheimum og sáu með eigin augum að knattspyrna er fyrst og fremst leikur, þar sem ekki er nauðsynlegt að sigra í hvert skipti. Það er miklu mikilvægra að virða alltaf einstaklingana sem þú mætir á vellinum.“

Elin Topuzakov, þjálfari, Sófíu, Búlgaríu
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„Ég hef spilað fótbolta í 10 ár. Ég er varnarmaður, nánar tiltekið miðvörður, og draumurinn er að leika atvinnuknattspyrnu sem meðlimur í gríska landsliðinu og sigra UEFA meistramótið. Ég er afar ánægður að vera hér. Ég held að allra mikilvægast sé að eignast vini. Fyrir mér táknar knattspyrna vináttu, bræðralag og heilbrigði.“

Antonis Oikonomopoulos, 15 ára, Aþenu, Grikklandi
Lundúnum, 25. maí, 2013

 


„Mér líður dásamlega því nú veit ég að þekking og mikið erfiði eru endurgoldin. Þessi árangur minn hefur aukið mér sjálfstraust við að skrifa og tala ensku. Ég er í skýjunum yfir að fá að taka þátt í að efla íþróttir. Ég býst við að hitta félaga alls staðar að úr Evrópu, afla nýrra vina og halda sambandi við þá jafnvel eftir ferðina.“

Ana Zebec, 14 ára, Cepin, Króatía
Lissabon, 23. maí, 2014

 


„Þessi helgi var ógleymanleg. Við gerðum margt frábært í frábærri borg með frábæru fólki. Við vorum í hrífandi bæ, ég hitti undursamlegt fólk sem urðu vinir mínir, við sáum afar áhugaverðan leik og mér þótti reglulega vænt um fréttaritarastarfið mitt enda mjög áhugavert. Ég vonast eftir að fá meiri reynslu af þessu tagi í framtíðinni.“

Valentin Pays, 13 ára, Taverny, Frakklandi
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„Í mínu eigin landi eigum við frábærar knattspyrnuhefðir. Þegar ég verð eldri vil ég spila fyrir landið mitt á alþjóðavettvangi. Og nú er ég hreykinn að vera fulltrúi fyrir Þýskaland á þessum alþjóðlega 
VINÁTTUFÓTBOLTA viðburði, sem sameinar krakka frá svo mörgum löndum.“

Robin Flake, 13 ára, Gelsenkirchen, Þýskalandi
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„Það var yndælt hitta börn frá mismunandi löndum og kynnast mínum eigin liðsfélögum betur. Við munum aldrei að eilífu gleyma þessum dögum og ég vona að á næsta ári getum við leikið knattspyrnu við aðra þátttakendur VINÁTTUFÓTBOLTA verkefnisins!“

Marcell Kovács, 12 ára, Búdapest, Ungverjalandi
Lundúnum, 25. maí, 2013

 


„Knattspyrna er mjög vinsæl í mínu landi. Margir ítalskir klúbbar og leikmenn standa mjög framarlega. Ég held að það sem geri þetta mögulegt sé fylgni milljóna manna við þennan leik. Ég er ánægður að á þessu ári séum við að taka þátt í VINÁTTUFÓTBOLTA verkefninu og fáum tækifæri til að hitta börn frá öðrum löndum, sem eru jafnmikið fyrir fótbolta og við!“

Davide Paglia, 14 ára, Róm, Ítalíu
Lissabon, 24. maí, 2014 


«Ég er mjög þakklátur Gazprom fyrirtækinu fyrir tækifærið til að virkja klúbbinn okkar í félagsáætluninni um VINÁTTUFÓTBOLTA barna og kynna grunngildi áætlunarinnar fyrir börnunum, gildi eins og jafnrétti, vináttu, sanngirni, frið, o.s.frv.»

Oleg Kholkovskiy, þjálfari „Dordoi“ FC-ungliðsins, Bishkek, Kirgistan

Kirgistan, 2016

 

 

„Ég held að íþróttamennska og virðing fyrir annarri menningu og öðru þjóðerni séu mjög mikilvæg. Það skiptir mig ekki máli hvort einhver er með annars konar húðlit eða iðkar önnur trúarbrögð. Ég var valin í
VINÁTTUFÓTBOLTA verkefnið vegna minna félagslegu eiginleika. Mér líkar vel að hjálpa öðru fólki.“

Tessa Grashuis, 13 ára, Alkmaar, Hollandi
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„Við eru ánægð að okkar lið gat tekið þátt í alþjóðlega Gazprom VINÁTTUFÓTBOLTA félagsverkefninu. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar krakka að hitta jafningja frá öðrum löndum og deila reynslu sinni.“

Adam Kucharczyk, þjálfari, Varsjá, Póllandi
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„Það er frábært að á VINÁTTUFÓTBOLTA málþinginu blöndum við ekki bara geði við jafningja okkar frá öðrum lönd heldur fáum einnig tækifæri til að taka þátt í alvörumóti. Ég hef mikinn áhuga á að hitta liðin frá löndunum 16 á fótboltavelli götunnar!“

Filipe Soares, 13 ára, Lissabon, Portúgal
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„VINÁTTUFÓTBOLTA málþingið veitir tækifæri til að sjá heiminn, mæta á úrslitaleik UEFA meistaradeildarinnar og njóta að lokum stórleiksins sem spilaður er af atvinnumönnum. Þetta er svo spennandi! Og almennt hjálpar verkefnið börnum frá mismunandi borgum og löndum að tengjast vináttuböndum. VINÁTTUFÓTBOLTI breytti í raun lífi mínu. Ég gerði upp hug minn: fyrir mér er knattspyrna meira en einungis áhugamál, núna er knattspyrnan aðalatriðið hjá mér.“

Stanislav Kutliyarov, 14 ára, Yekaterinburg, Rússlandi
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„Flestir þátttakendur í VINÁTTUFÓTBOLTA málþinginu leika knattspyrnu sem atvinnumenn. Okkur dreymir öll um árangursríkan feril og skiljum að eitt mikilvægasta atriðið fyrir okkur er góð heilsa!“

Marko Jankovic, 13 ára, Belgrad, Serbíu
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„Ég er ánægður með að taka þátt í VINÁTTUFÓTBOLTA verkefninu, sem útlistar mikilvæg gildi eins og frið. Við erum ung en við skiljum að viss atriði í lífi okkar hafa áhrif á allt og alla. Og við hlökkum til að hitta félaga okkar frá öðrum lönd sem hugsa á sama hátt!

Rok Freser, 13 ára, Maribor, Slóveníu
Lissabon, 23. maí, 2014

 


„Sýrland hefur alltaf verið þjóð sem elskaði líf, frið og knattspyrnu. Og þetta væri okkar stóra tækifæri til að flytja friðsamlegu skilaboðin okkar með knattspyrnu til allra annarra þátttakenda í slíkum heimsviðburði. Við vonum að við getum endurspeglað góða þætti í menningunni hvaða varðar umburðarlyndi og sameiginlegt líf okkar, en slíkt gæti ekki átt sér stað án heimboðs F4F áætlunarinnar sem við erum óendanlega þakklát fyrir.“

Kouteiba al-Refai, blaðafulltrúi al-Wahdah íþróttaklúbbsins, Damaskus, Sýrlandi

Sýrland, 2016

 

 

„Ég var stoltur að sjá son minn bera tyrkneska flaggið á Galatasaray skyrtunni sinni. Við þökkum ykkur og þeim sem áttu þátt í að veita syni mínum, mér sjálfum og fjölskyldu minni reynsluna. Það fyrsta sem Oben sagði var: „Þetta var stórkostlegt, pabbi.“ Við þökkum Gazprom, Galatasaray knattspyrnu-háskólanum og ungmennaliðs þjálfurunum fyrir þá afar góðu reynslu sem við fengum.“

Deha Saraçoğlu, faðir Oben Saraçoğlu (þátttakanda), Istanbúl, Tyrklandi
Istanbul, 12. júní, 2014

 


„Það gleður okkur mjög að vera með í VINÁTTUFÓTBOLTA verkefninu, hitta fjölda jafningja frá mörgum Evrópulöndum og eignast fjölmarga nýja vini, sem unna knattspyrnu eins og við og eiga margt sameiginlegt með okkur!“

Eugeny Arkhipov, 13 ára, Kænugarði, Ukraínu
Lissabon, 24. maí, 2014

 


„Þegar við spilum fótbolta vitum við að sigurinn er afrakstur samvinnu. Allir leikmennirnir verða að gera sitt besta á vellinum en ættu samtímis að spila við og fyrir sitt lið. Þetta er eina leiðin til að sigra. VINÁTTUFÓTBOLTI eflir slíka hugsun, og þess vegna erum við hér”.

Louie Annesley, 14 ára, Lundúnum, Bretlandi.
Lissabon, 24. maí, 2014

 

„Ég er uppveðraður að tilheyra svo víðtækri áætlun. Þetta er líka heiður fyrir okkur, að vera fulltrúar þess að Víetnam leiki með öðrum ungknattspyrnuliðum heimsins. Ég og meðlimir míns liðs eru að æfa mjög stíft til undirbúnings fyrir komandi leika og viljum færa Víetnam ungknattspyrnu nær heimsknattspyrnunni. Við hlökkum öll til nálægrar framtíðar, þegar allir vita meira um knattspyrnuna í Víetnam og fleiri tækifæri skapast fyrir okkur að leika í vináttuleikjum við alþjóðleg lið eins og þessi.“

Nguyen Nhat Minh, 13 ára, Pleiku, Víetnam

Víetnam, 2016

GLOBAL MEDIA PARTNER

GENERAL MEDIA PARTNER

SPECIAL LANGUAGE PARTNER

Local Media Partner

This website uses cookies to enhance usage, for web analysis, advertising purposes and to integrate social media. You hereby give consent for this website or third-party suppliers to place cookies on your device. For more information please see our privacy policy